Kyle Walker, leikmaður Manchester City, harðneitar því að djamm leikmanna liðsina á sunnudaginn hafi haft áhrif á frammistöðu liðsins í gær.
Leikmenn City fögnuðu Englandsmeistaratitlinum vel og innilega um síðustu helgi og spiluðu svo úrslitaleik bikarsins gegn Manchester United í gær.
City var alls ekki upp á sitt besta og tapaði 2-1 í gær og eru það úrslit sem komu mjög mörgum á óvart.
,,Við fögnuðum titlinum á sunnudag, í dag er laugardagur, við erum að tala um sex daga,“ sagði Walker.
,,Ef íþróttamenn geta ekki náð sér á sex dögum þá er vonin engin. Við þurftum að nýta okkur stundina á sunnudaginn.“
,,Þetta var rétt stund fyrir félagið, leikmenn og starfsfólk. Við skulum ekki kenna því um, þetta snerist um okkur, leikmennina sem spiluðu 97 mínútur.“