Stefano Pioli hefur staðfest það að hann sé að læra ensku og gefur þar sterklega í skyn að hann sé á leið til Englands í þjálfun.
Pioli er 58 ára gamall en hann hefur undanfarin fimm ár starfað hjá AC Milan en hefur nú yfirgefið félagið.
Piolio hefur aldrei þjálfað utan Ítalíu á sínum þjálfaraferli en hann hefur starfað hjá liðum á borð við Lazio, Inter Milan, Fiorentina og AC Milan.
Ítalinn segist vera að læra ensku og eru góðar líkur á að hann verði sjáanlegur í úrvalsdeildinni næsta vetur.
,,Ég er að læra ensku, ég er mjög áhugasamur um að reyna fyrir mér erlendis,“ sagði Pioli.
,,Enska úrvalsdeildin gæti hentað mér vel og hún er svo sannarlega spennandi ef tækifærið gefst.“