Toni Kroos hefur spilað sinn síðasta leik fyrir lið Real Madrid en hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.
Kroos greindi sjálfur frá þeirri ákvörðun fyrir helgi en hann spilaði 87 mínútur í leik gegn Real Betis í gær.
Leikurinn skipti engu máli fyrir Real sem var búið að tryggja sér titilinn en honum lauk með markalausu jafntefli.
Kroos mun spila með Þýskalandi í lokakeppni EM í sumar en eftir það þá verða skórnir settir á hilluna fyrir fullt og allt.
Börn Þjóðverjans grétu á hliðarlínunni er faðir þeirra kvaddi Real en um var að ræða mjög tilfinningaríka stund fyrir stuðningsmenn.
Mynd af þeim kveðja pabba sinn í síðasta sinn á Santiago Bernabeu má sjá hér fyrir neðan.
🥺👋🏻 Toni Kroos’ family after he left the Bernabéu pitch for the last time. pic.twitter.com/BFuD2tA2Lh
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2024