Margt bendir til þess að Erik ten Hag stýri Manchester United í síðasta sinn á morgun þegar liðið mætir Manchester City í úrslitum enska bikarsins.
Frammistaða United hefur verið slök á þessu tímabili og er starf Ten Hag í mikilli hættu.
„Ég hef ekkert að segja,“ sagði Ten Hag þegar hann var spurður að því hvort þetta yrði hans síðasti leikur.
Vitað er að forráðamenn United hafa fundað með umboðsmönnum annara þjálfara sem bendir til þess að Ten Hag verði sparkað út.
„Ég einbeiti mér aðs tarfinu sem ég er í og það er að vinna leikinn á laugardag. Að halda áfram með þetta verkefni okkar.“
Ten Hag hefur stýrt United í tvö tímabil og eftir ágætt fyrsta tímabil hefur allt farið í vaskinn á þessu tímabili.