Markvörðurinn Scott Carson hefur enn einu sinni framlengt samning sinn við Manchester City.
Hinn 38 ára gamli Carson hefur verið á mála hjá City síðan 2019 en alltaf verið þriðji markvörður.
Hann virðist kunna vel við það hlutverk því hann hefur skrifað undir nýjan samning út næstu leiktíð.
Carson hefur alls spilað tvo leiki fyrir City en verið hluti af hópnum sem hefur unnið allt sem hægt er að vinna.
.@SCarsonOfficial has signed a one-year extension to his contract, keeping him at the Club until the summer of 2025 ✍️🩵
— Manchester City (@ManCity) May 23, 2024