Kylian Mbappe framherjinn knái hefur fest kaup á húsi á Spáni en fjölmiðlar segja að hann sé búinn að kaupa sér hús í úthverfi Madrídar.
Búist er við að Mbappe skrifi undir hjá Real Madrid á næstu dögum en samningur hans við PSG er að renna út.
Segir að Mbappe hafi fest kaup á húsi í hverfinu La Moraleja fyrir 2,2 milljarða.
La Moraleja er þekkt fyrir ríka og fræga fólkið í Madríd en þar bjó David Beckham lengst af þegar hann var leikmaður Madrídar.
Hann skoðaði einnig La Finca hverfið þar sem Jude Bellingham býr og Cristiano Ronaldo á heimili en taldi La Moraleja hverfið henta sér betur.
Mbappe er einn besti leikmaður í heimi en hann hefur lengi átt sér þann draum að spila fyrir Real Madrid.