Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands valdi landsliðshóp sinn fyrir komandi æfingaleiki gegn Englandi og Hollandi í dag.
Hópurinn er áhugaverður en reglur KSÍ komu í veg fyrir að Hareide gæti valið besta leikmann Íslands í dag, Albert Guðmundsson.
Varnarlína liðsins er þunnskipuð en bæði Guðlaugur Victor Pálsson og Hjörtur Hermannsson eru meiddir og geta ekki tekið þátt.
Svona telur 433.is líklegt byrjunarlið gegn Englandi í byrjun júní.
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Englandi:
Hákon Rafn Valdimarsson – Brentford FC – 9 leikir
Alfons Sampsted – FC Twente – 21 leikur
Sverrir Ingi Ingason – FC Midtjylland – 49 leikir, 3 mörk
Daníel Leó Grétarsson – Sonderjyske Fodbold – 17 leikir
Guðmundur Þórarinsson – OFI Crete F.C. – 15 leikir
Arnór Ingvi Traustason – IFK Norrköping – 56 leikir, 6 mörk
Jóhann Berg Guðmundsson – Burnley F.C. – 91 leikur, 8 mörk
Hákon Arnar Haraldsson – LOSC Lille – 17 leikir, 3 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson – OH Leuven – 35 leikir, 4 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen – Lyngby Boldklub – 22 leikir, 6 mörk
Willum Þór Willumsson – Go Ahead Eagles – 9 leikir