fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Fyrirsæta varar eiginkonur frægra manna við – Lýsir því hvernig þeir fara að því að halda framhjá þeim

433
Miðvikudaginn 22. maí 2024 14:00

Belle Olivia.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og fyrirsætan Belle Olivia segir eiginkonum knattspyrnumanna að fylgjast vel með hvað þeir gera á netinu því þeir haldi gjarnan framhjá.

Hin 21 árs gamla Belle, sem hefur slegið í gegn undanfarin ár með djörfu efni sínu, segist hafa sannanir fyrir þessu, að frægir knattspyrnumenn hafi oft samband við sig.

„Mér finnst ógeðslegt hvað margir knattspyrnumenn sem eiga konur eða kærustur tala við mig. Þeir kaupa aðgang að efninu mínu og biðja mig um að senda sér persónulega. Þetta fer á það stig að ég veit hvað þeir heita og þegar ég fletti þeim upp eiga þeir gjarnan kærustu eða eiginkonu og börn,“ segir Belle.

Belle Olivia.

„Ég veit að ég er nánast í kynlífsbransanum en það sem þeir gera fer langt yfir strikið. Þeir eru ekki heiðarlegir við maka sína. Sumir þeirra segjast vilja gera hluti sem þeir fá ekki frá eiginkonu sinni en það er alls ekki sanngjarnt gagnvart þeim.“

Belle hefur þó ekki áhuga á að nafngreina mennina. Hún vill frekar biðja maka þeirra um að vera varkárar.

„Ég vil ekki sundra fjölskyldum en ég vil að makar leikmanna setji þeim skýrar reglur. Þær þurfa til dæmis að fá að vita aðgangsorð hjá mönnum sínum, fletta upp vafrasögunni þeirra og fá að vita vita hvar þeir eru,“ segir Belle og bendir á að knattspyrnumenn sem halda framhjá eigi gjarnan fleiri en einn síma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Missti fyrirliðabandið eftir óásættanlega hegðun gegn West Ham

Missti fyrirliðabandið eftir óásættanlega hegðun gegn West Ham
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal býst við að lykilmaðurinn verði með um helgina

Arsenal býst við að lykilmaðurinn verði með um helgina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Baunar á Guardiola og segir hann fullan af hroka – ,,Vill sanna að hann sé að vinna frekar en leikmennirnir“

Baunar á Guardiola og segir hann fullan af hroka – ,,Vill sanna að hann sé að vinna frekar en leikmennirnir“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist
433Sport
Í gær

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða
433Sport
Í gær

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford
433Sport
Í gær

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur
433Sport
Í gær

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“