Hin 21 árs gamla Belle, sem hefur slegið í gegn undanfarin ár með djörfu efni sínu, segist hafa sannanir fyrir þessu, að frægir knattspyrnumenn hafi oft samband við sig.
„Mér finnst ógeðslegt hvað margir knattspyrnumenn sem eiga konur eða kærustur tala við mig. Þeir kaupa aðgang að efninu mínu og biðja mig um að senda sér persónulega. Þetta fer á það stig að ég veit hvað þeir heita og þegar ég fletti þeim upp eiga þeir gjarnan kærustu eða eiginkonu og börn,“ segir Belle.
„Ég veit að ég er nánast í kynlífsbransanum en það sem þeir gera fer langt yfir strikið. Þeir eru ekki heiðarlegir við maka sína. Sumir þeirra segjast vilja gera hluti sem þeir fá ekki frá eiginkonu sinni en það er alls ekki sanngjarnt gagnvart þeim.“
Belle hefur þó ekki áhuga á að nafngreina mennina. Hún vill frekar biðja maka þeirra um að vera varkárar.
„Ég vil ekki sundra fjölskyldum en ég vil að makar leikmanna setji þeim skýrar reglur. Þær þurfa til dæmis að fá að vita aðgangsorð hjá mönnum sínum, fletta upp vafrasögunni þeirra og fá að vita vita hvar þeir eru,“ segir Belle og bendir á að knattspyrnumenn sem halda framhjá eigi gjarnan fleiri en einn síma.