Færsla frá Mohamed Salah á samfélagsmiðlum bendir til þess að hann verði áfram hjá Liverpool á næstu leiktíð. Framtíð hans hefur verið til umræðu.
Salah mun eiga ár eftir af samningi sínum við Liverpool í sumar og hefur verið sterklega orðaður við lið í Sádí Arabíu.
Arne Slot er að taka við þjálfun Liverpool en Jurgen Klopp lét af störfum á sunnudag eftir farsælan feril á Anfield.
Salah hefur verið jafn besti leikmaður Liverpool um langt skeið og segir.
„Við vitum að það eru bikarar sem telja og við munum gera allt til þess að láta það gerast á næstu leiktíð,“ sagði Salah.
„Stuðningsmenn okkar eiga það skilið og við munum berjast eins og ljón til þess að láta það gerast.“
We know that trophies are what count and we will do everything possible to make that happen next season. Our fans deserve it and we will fight like hell. pic.twitter.com/HU98ACVr6q
— Mohamed Salah (@MoSalah) May 20, 2024