Um helgina var óvænt farið að orða Vincent Kompany, stjóra Burnley, við Bayern Munchen. Þýska félagið hefur sett sig í samband við Belgann.
Undir stjórn Kompany féll Burnley úr ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en aðferðir hans hafa þó heillað marga og talið að hann eigi framtíðina fyrir sér í þjálfun.
Bayern rembist eins og rjúpan við staurinn að finna nýjan stjóra þar sem Thomas Tuchel er á útleið. Það gengur þó erfiðlega.
Nú virðist sem svo að félagið hafi snúið sér að Kompany en Fabrizio Romano segir að Þjóðverjarnir hafi sett sig í samband við hann til að kanna áhugann.
Kompany var klár í viðræður en allt saman er þetta á byrjunarstigi.
🚨🔴 More on Vincent Kompany and FC Bayern story revealed earlier today.
Understand Kompany has already received direct call from Bayern board to be informed on his situation.
Kompany was open to discuss, still early stages but interest is confirmed — he’s in the list. pic.twitter.com/wtysusOFcl
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 20, 2024