Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, hefur tjáð sig um landa sinn Arne Slot sem tekur við liðinu á næstu vikum.
Slot kemur til Liverpool frá Feyenoord og tekur við af Jurgen Klopp sem lætur af störfum eftir átta ár.
Van Dijk viðurkennir að hann þurfti að spyrja Slot út í ansi mikið er hann mætir til starfa og óttast sjálfur breytingarnar enda mjög vanur því að vinna með Klopp.
,,Breytingar geta verið ógnvekjandi því þú veist ekki mikið og það eina sem þú getur gert er að treysta félaginu,“ sagði Van Dijk.
,,Ég er mjög forvitinn og vil spyrja margra spurninga. Úrvalsdeildin og Liverpool er augljóslega allt annað verkefni en við stöndum með honum.“