West Ham er búið að selja varnarmanninn umdeilda Thilo Kehrer en hann hefur skrifað undir samning við Monaco.
Tehrer var lánaður til Monaco fyrir tímabilið og hefur spilað 14 leiki í deild fyrir liðið á tímabilinu.
Það var búist við miklu af Kehrer er hann gerði samning við West Ham 2022 en hann kom til félagsins frá Paris Saint-Germain.
Kehrer var hins vegar hörmulegur á tíma sínum í London og eftir tvö ár var hann lánaður í frönsku deildina.
Um er að ræða þýskan landsliðsmann sem á að baki 27 leiki en af einhverjum ástæðum náði hann sér aldrei á strik á Englandi.
Monaco hefur nú tryggt sér leikmanninn endanlega og fær enska félagið um 10 milljónir punda fyrir hann.