Thiago Silva hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Chelsea en hann hefur gert samning við Fluminese í Brasilíu.
Silva spilaði með Chelsea í kvöld gegn Bournemouth en hans menn unnu 2-1 heimasigur í lokaumferðinni.
Þessi 39 ára gamli leikmaður er gífurlega vinæll á Stamford Bridge og hefur leikið þar undanfarin fjögur ár.
Það er draumur Brasilíumannsins að sjá börnin sína spila fyrir þá bláklæddu einn daginn en hann segir sjálfur frá.
,,Draumurinn er að sjá krakkana mína spila fyrir ykkur,“ sagði Silva er hann kvaddi stuðningsmenn í dag.
,,Takk Chelsea, takk stuðningsmenn Chelsea. Ég elska ykkur öll, bless.“