Reynsluboltarnir Toni Kroos og Luka Modric eru ekki á förum frá Real Madrid í sumar samkvæmt heimildum Marca.
Marca greinir frá þessu í dag en um er að ræða tvær goðsagnir Real sem hafa spilað þar í mörg ár.
Búist var við að Modric myndi kveðja eftir tímabilið en samkvæmt nýjustu fregnum fær hann eins árs samning.
Það er ekki búið að bjóða Króatanum þennan samning en Kroos er hins vegar með tilboð í höndunum frá félaginu.
Modric verður 39 ára gamall í september en hann hefur spilað með liði Real frá árinu 2012.