Kieran McKenna, stjóri Ipswich Town, er sagður vera á óskalista Chelsea sem skoðar möguleg nöfn fyrir næsta vetur.
Óvíst er hvort Mauricio Pochettino fái að halda áfram með Chelsea en gengi liðsins í vetur var oft á tíðum mjög brösugt.
McKenna hefur gert stórkostlega hluti með Ipswich en liðið er komið í ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn í mörg ár.
McKenna kom Ipswich upp um tvær deildir á tveimur árum og eru stærri lið að horfa til hans.
Guardian greinir frá því að Chelsea íhugi að hafa smaband við McKenna ef ákvörðun verður tekin um að reka Pochettino úr starfi.