Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, mun láta af störfum í sumar eftir tæplega níu ár við stjórnvölin hjá félaginu.
Klopp tók þessa ákvörðun sjálfur en hann er gríðarlega vinsæll á Anfield og vann bæði deildina og Meistaradeildina í Liverpool.
Þjóðverjinn ákvað að taka skrefið og byrja á Instagram í gær en það var Liverpool sjálft sem vakti athygli á þessu.
Klopp vill vera í bandi við stuðningsmenn Liverpool og ákvað að byrja á Instagram til að gera það mögulegt.
Hér má sjá er hann kvaddi félagið með nýjustu færslu sinni á Instagram.
View this post on Instagram