Eins og margir vita þá hefur Marco Reus nú spilað sinn síðasta leik sem leikmaður Borussia Dortmund.
Reus er algjör goðsögn í herbúðum Dortmund en hann hefur spilað með félaginu undanfarin 12 ár.
Þessi 34 ára gamli leikmaður mun þó leita annað í sumar og framlengdi ekki samning sinn á Signul Iduna Park.
Reus var kvaddur á almennilegan hátt á heimavelli liðsins í gær og þakkaði einnig sjálfur fyrir sig.
Hann borgaði bjór fyrir alla stuðningsmenn Dortmund sem mættu á leikinn og voru margir sem nýttu sér það boð leikmannsins.
FREE DRINKS FOR EVERYONE! 🍻 #BVB legend Marco Reus invited all 80,000 Borussia Dortmund fans for a beer today. What a guy. What a gesture. @woodyinho 👏🏼 ⚫️🟡@Sky_Marlon89 @SkySportDE pic.twitter.com/ExQoKZVRnH
— Patrick Berger (@berger_pj) May 18, 2024