Það bíða margir eftir því að markvörðurinn David de Gea snúi eftur en hann hefur verið án félags í um ár.
De Gea var síðast á mála hjá Manchester United en hann var látinn fara frá félaginu síðasta sumar.
Spánverjinn ákvað að semja ekki við nýtt félag eftir það en allar líkur eru á að hann semji annars staðar fyrir næsta vetur.
Hann gaf það sjálfur í skyn á Twitter fyrir helgi er hann birti stutt myndband af sjálfum sér í markinu.
De Gea bauð upp á stórkostlega markvörslu í þessu myndbandi og skrifar hann einfaldlega: ‘Loading…’
Þetta má sjá hér.
Loading… pic.twitter.com/AOggAIRZoy
— David de Gea (@D_DeGea) May 16, 2024