Cole Palmer, leikmaður Chelsea, hefur verið valinn besti ungi leikmaður tímabilsins á Englandi.
Þetta kemur fram í tilkynningu ensku úrvalsdeildarinnar en verðlaunin eru afhent í samstarfi við Hublot.
Palmer hefur betur gegn leikmönnum eins og Erling Haaland, Phil Foden og Bukayo Saka en hann er 22 ára gamall.
Palmer hefur verið langbesti leikmaður Chelsea í vetur en hann gekk í raðir félagsins frá Manchester City í fyrra.
Síðan þá hefur Palmer skorað 22 mörk og er ástæðan fyrir því að Chelsea er í Evrópubaráttu fyrir næsta tímabil.