Sjónvarpsþátturinn Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum en gestur þeirra að þessu sinni var enginn annar en Auðunn Blöndal.
Það vakti athygli á dögunum þegar Jóhannes Karl Guðjónsson sagði starfi sínu sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins lausu og tók við AB í Danmörku. Liðið spilar í C-deild þar í landi.
„Þeir ætla upp í efstu deild á næstu 3-5 árum. Hann verður í Kaupmannahöfn og það er örugglega fínn peningur í boði. Ég held að þetta sé bara spennandi, að koma sér á kortið þarna úti. Það verða öll augu á þessu liði ef þeir fara upp í B-deildina því það er alveg vitað hversu mikill peningur er til þarna,“ sagði Hrafnkell.
Auðunn tók til máls.
„Ég held að það sé miklu skemmtilegra að vera að þjálfa á góðum launum í Köben en að vera aðstoðarþjálfari hér,“ sagði hann léttur.
Umræðan í heild er í spilaranum.