Thomas Tuchel hefur tekið ákvörðun um að hætta sem þjálfari FC Bayern í sumar, félagið hefur legið í honum síðsutu daga að halda áfram.
Bayern ákvað í febrúar að reka Tuchel úr starfi en félagið. hefur undanfarna daga reynt að fá hann til að gera nýjan samning.
Fjöldi þjálfara hefur hafnað starfinu hjá Bayern undanfarnar vikur og því er félagið í krísu að finna þjálfara.
„Þetta er minn síðasti blaðamannafundur hjá Bayern,“ sagði Tuchel í dag.
„Ákvörðunin frá því í febrúar stendur, við höfum rætt saman síðustu daga en komumst ekki að samkomulagi.“
Tuchel er mest orðaður við starfið hjá Manchester United þessa dagana.