Arsenal opinberaði í dag aðalbúning sinn fyrir næstu leiktíð, eins og venjan er undir lok hvers tímabils.
Treyjan er rauð og hvít að vanda, með smá bláu í. Það sem vekur mesta athygli er að merki félagsins er hvergi sjáanlegt, aðeins fallbyssan sem er inni í því.
Arsenal á einn leik eftir á tímabilinu. Liðið tekur á móti Everton á sunnudag og þarf sigur, auk þess að treysta á að Manchester City vinni ekki West Ham, til að hampa Englandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn í 20 ár.
Hér að neðan má sjá búninginn.
The Year of the Cannon 🔴⚪️
Our new 24/25 Arsenal x @adidasFootball home kit is available now 👇
— Arsenal (@Arsenal) May 16, 2024
Arsenal and adidas have revealed the new home kit for the 2024/25 season 👀
The Gunners' iconic cannon has replaced the club's crest 💥 pic.twitter.com/qIN2Aqo9Fj
— ESPN UK (@ESPNUK) May 16, 2024