Samkvæmt fréttum í dag reynir Cristiano Ronaldo að sannfæra Bruno Fernandes um að koma til Al-Nassr í Sádí Arabíu í sumar.
Bruno hefur verið að skoða framtíð sína en hann er ósáttur með stöðu mála hjá Manchester United.
The Athletic segir að Bruno hafi ásamt umboðsmanni sínum fundað með United í síðustu viku, sá fundur hafi verið jákvæður.
Félagið vilji halda Bruno og hann sé klár í að vera áfram ef félagið sýnir metnað í því að bæta það sem er í ólagi.
Ensk blöð segja að Al-Nassr sé nánast til í að borga hvað sem er til að fá Bruno en Ronaldo telur að hann geti hjálpað liðinu að vinna deildina á næsta ári.
Bruno er 29 ára gamall og hefur verið jafn besti leikmaður United síðustu ár á meðan félagið sjálft hefur verið í mikilli brekku.