Jurgen Klopp mætti á Anfield í gær til að fá að vera í friði og kveðja vinnustaðinn sem hann kveður formlega á sunnudag.
Klopp ákvað í upphafi árs að segja starfi sínu á Anfield lausu og stýrir sínum síðasta leik á sunnudag.
Klopp sást á Anfield í gær þar sem hann labbaði um völlinn og virti fyrir sér vinnustað sinn í tæp tíu ár.
Klopp skellti sér upp í Kop stúkuna þar sem hörðustu stuðningsmenn Liverpool eru alla jafna.
Þá fór hann í miðjuhringinn og virti völlinn fyrir sér en Klopp vann einn enskan meistaratitil fyrir Liverpool auk þess em hann vann Meistaradeildina og fleiri minni bikara.
Jurgen Klopp taking it all in before his last game at Anfield on the weekend 😳pic.twitter.com/kzbuFCJobg
— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) May 14, 2024