Harry Kane framherji FC Bayern telur að Thomas Tuchel eigi að halda áfram sem þjálfari liðsins. Eru hann og fleiri leikmenn á þessari skoðun.
Þýskir miðlar fjalla um málið en Tuchel og Bayern ákváðu að slíta samstarfinu í lok tímabils þar sem illa gekk á köflum.
Bayern hefur reynt að ráða Xabi Alonso, Julian Nagelsmann og Ralf Rangnick en allir hafa hafnað starfinu.
Hansi Flick og Roberto de Zerbi eru nefndir til sögunnar í dag en ekki er talið útilokað að Tuchel og Bayern semji aftur.
Innan herbúða Bayern eru hins vegar efasemdir um að endurráða Tuchel en stjórnarmenn telja hann erfiðan í samskiptum.