Helmingslíkur eru á því að Erik ten Hag verði rekinn úr starfi hjá Manchester United. Guardian segir frá og segir að endanleg ákvörðun verði tekinn eftir úrslitaleik enska bikarsins.
Guardian sem er áreiðanlegur miðill segir að eigendur United taki ákvörðun eftir úrslitaleikinn gegn Manchester City.
Ten Hag sjálfur telur að hann fái að halda starfinu áfram en Sir Jim Ratcliffe, Sir Dave Brailsford, Jean Claude-Blanc og Jason Wilcox taka endanlega ákvörðun.
Allir eru þeir nýlega mættir til starfa á Old Trafford eftir að Ratcliffe keypti 28 prósenta hlut í félaginu.
Ef Ten Hag tekst að vinna City í úrslitaleiknum eru taldar líkur á að hann verði áfram þrátt fyrir ömurlegt tímabil í deildinni og Meistaradeildinni.