Samkvæmt enskum blöðum í dag hefur Arsenal áhuga á því að kaupa Bruno Guimaraes miðjumann Newcastle í sumar.
Real Madrid og PSG eru einnig að skoða stöðuna en miðjumaðurinn er landsliðsmaður hjá Brasilíu.
Bruo hefur verið einn besti miðjumaður enska boltans síðustu tvö tímabil og heillað marga með frammistöðu sinni.
Bruno er falur fyrir um 80 milljónir punda í sumar samkvæmt sömu frétt en Newcastle vantar fjármuni til að komast í gegnum FFP.
Mikel Arteta þjálfari Arsenal er sagður vilja bæta við miðjumanni í hóp en framherji er einnig á óskalistanum í sumar.