Þremur leikjum er lokið í Bestu deild kvenna í kvöld en Valur vann þar góðan sigur á Tindastól og er áfram með fullt hús stiga.
Tindastóll komst yfir í leiknum en Hugrún Pálsdóttir skoraði markið.
Landsliðsframherjinn Fandís Friðriksdóttir setti þá í gír og skoraði tvö áður en Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir bætti við þriðja markinu.
Þór/KA vann auðveldan 4-0 sigur á Keflavík þar sem Sandra María Jessen skoraði eitt mark, Þór/KA einnig með fullt hús stiga.
Loks vann Stjarnan 4-3 sigur á grönnum sínum í FH í fjörugum leik í Garðabæ.