Gylfi Þór Sigurðsson er yfirburða besti leikmaður Bestu deildarinnar nú þegar sex umferðir eru búnar. Fyrirtækið SofaScore gefur leikmönnum einkunn út frá tölfræði.
Gylfi hefur byrjað alla deildarleiki Vals á þessu tímabili og skorað þrjú mörk og lagt upp tvö í þeim.
Gylfi er með 8,32 í samanlagða einkunn og er nokkuð langt á undan Ingvari Jónssyni markverði Víkings sem er í öðru sætinu.
Aron Bjarnason leikmaður Breiðabliks kemst á listann en þar er einnig Jónatan Ingi Jónsson kantmaður Vals, báðir komu heim úr atvinnumennsku fyrir tímabilið.
Ingvar markvörður Víkings er ekki eini markvörðurinn á listanum en þar er líka Arnar Freyr Ólafsson markvörður HK.
Listinn er hér að neðan.
Einkunn SofaScore út frá tölfræði:
1. Gylfi Þór Sigurðsson – 8.23
2. Ingvar Jónsson – 7,94
3. Benedikt Waren – 7,77
4. Atli Sigurjónsson – 7,67
5. Aron Bjarnason – 7,67
6. Arnar Freyr Ólafsson – 7,65
7. Kjartan Kári Halldórsson – 7,63
8. Johannes Vall – 7,53
9. Jónatan Ingi Jónsson – 7,52
10. Patrick Pedersen – 7,47