Manchester United hélt áfram að skrifa söguna en engan veginn á jákvæðan hátt í tapinu gegn Arsenal í gær.
Liðin mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Rauðu djöflarnir stóðu í Skyttunum í leiknum en að lokum unnu lærisveinar Mikel Arteta dýrmætan 0-1 sigur í toppbaráttunni við Manchester City.
Markið sem Leandro Trossard skoraði í gær var númer 82 sem United fær á sig í öllum keppnum á tímabilinu. Það er það mesta sem liðið hefur fengið á sig í 53 ár eða síðan tímabilið 1970-1971.
Þá hefur United nú tapað 19 af 49 leikjum á þessari leiktíð. Það hefur ekki gerst síðan tímabilið 1977-1998.
United á tvo leiki eftir í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en getur hæst endað í sjötta sæti. Liðið er hins vegar komið í úrslitaleik enska bikarsins þar sem nágrannarnir í Manchester City verða andstæðingurinn.