Þeir Sævar Atli Magnússon og Andri Lucas Guðjohnsen eru báðir í liði 29. umferðar í dönsku úrvalsdeildinni fyrir frammistöðu sína um helgina.
Þeir skoruðu báðir í 1-2 sigri Lyngby á OB í neðri hluta (e. relegation group) dönsku úrvalsdeildarinnar um helgina.
Liðið er þar með komið 6 stigum frá fallsvæðinu þegar þrjár umferðir eru eftir.
Hér að neðan er lið umferðarinnar.
🌟 Rundens Hold i 29. spillerunde 🌟#sldk | #rundenshold pic.twitter.com/zAXjRZLnAQ
— 3F Superliga (@Superligaen) May 13, 2024