Það var mikið fjör á Villa Park í Birmingham í kvöld þegar Liverpool heimsótti Aston Villa í næst síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Síðasti útileikur, Jurgen Klopp með Liverpool.
Emi Martinez, markvörður heimamanna var sofandi í byrjun leiks og missti fyrirgjöf inn í markið og Liverpool þar með komið yfir.
Liverpool hélt ekki lengi í forskot sitt en á tólftu mínútu jafnaði Youri Tielemans jafnaði leikinn.
Coady Gakpo kom Liverpool hins vegar í 1-2 og í upphafi seinni hálfleiks kom Jarell Quansah Liverpool í 3-1.
Fátt benti til þess að Villa kæmi til baka en varamaðurinn Jhon Duran skoraði í tvígang og jafnaði, fyrra markið kom á 85 mínútu og það seinna þremur mínútum síðar.
Aston Villa er með fjórum stigum meira en Tottenham í baráttunni um Meistaradeildarsæti, tapi Spurs gegn Manchester City á morgun er allt klárt. Liverpool situr áfram fast í þriðja sætinu og fer ekki úr því.