Arne Slot verður næsti stjóri Liverpool á Englandi en hann hefur sjálfur staðfest þær fréttir.
Liverpool er þó ekki búið að staðfesta komu Slot sem verður eftirmaður Jurgen Klopp sem lætur af störfum eftir níu ár.
Slot var spurður að því hvenær hann yrði tilkynntur sem stjóri liðsins og hafði þetta að segja á blaðamannafundi.
,,Það er ekki allt klárt eins og staðan er í dag en þetta er bara tímaspursmál,“ sagði Slot sem vinnur í dag hjá Feyenoord.
,,Það fylgir þessu meira en að búa til innkaupalista og fara í næstu verslun. Það þarf að tímasetja hlutina rétt.“
,,Þið þurfið þó ekki að hafa áhyggjur, þetta mun án efa gerast bráðlega.“