KFA 2 – 2 Víkingur Ó.
1-0 Marteinn Már Sverrisson
2-0 Eggert Gunnþór Jónsson
2-1 Luke Williams
2-2 Gary Martin
Gary Martin reyndist hetja Víkings Ólafsvíkur í dag er liðið spilaði við KFA á útivelli í 2.deild karla.
Leikið var í Fjarðabyggðarhöllinni en KFA komst í 2-0 og var Eggert Gunnþór Jónsson á meðal markaskorara.
Gary skrifaði undir hjá Víkingum fyrir tímabilið og tryggði liðinu stig er sjö mínútur voru eftir.
Luke Williams hafði minnkað muninn fyrir gestina sem misstu seinna mann af velli á 90. mínútu.