Stjarnan 1 – 1 Fram:
1-0 Óli Valur Ómarsson (´30)
1-1 Guðmundur Magnússon (´67)
Stjarnan og Fram skildu jöfn í Bestu deild karla í kvöld en leikurinn var fjörugur og skemmtilegur.
Eftir þrjá sigurleiki í röð kom Óli Valur Ómarsson heimamönnum yfir í leiknum.
Þannig stóðu leikar í hálfleik en framherjinn knái, Guðmundur Magnússon jafnaði fyrir gestina í þeim síðari.
Fram er með 11 stig eftir sex umferðir og hafa spilað vel en Stjarnan er með tíu stig.