Það eru góðar líkur á því að Chelsea sé búið að ákveða hvaða maður verði fyrstur til að yfirgefa félagið endanlega í sumar.
Frá þessu greina nokkrir enskir miðlar en um er að ræða framherjann Armando Broja sem er í dag í láni hjá Fulham.
Þar hefur Broja fengið lítið að spila en Borussia Dortmund ku hafa áhuga á að semja við þennan ágæta leikmann.
Chelsea vildi á sínum tíma fá 50 milljónir punda fyrir albanska landsliðsmanninn en sá verðmiði hefur lækkað töluvert á undanförnum mánuðum.
Chelseja hefur þó tekið ákvörðun um að Broja sé ekki hluti af framtíðarplönum liðsins og er ákveðið í að koma leikmanninum burt endanlega fyrir næsta vetur.