Rio Ferdinand, goðsögn Manchester United, hvetur ensku goðsögnina Jamie Vardy að spila eitt ár í viðbót í ensku úrvalsdeildinni.
Vardy er með þann möguleika en hann er leikmaður Leicester sem tryggði sér sæti í efstu deild á ný fyrr í vetur.
Vardy er fyrrum enskur landsliðsmaður og raðaði inn mörkum í efstu deild á sínum tíma en hann er 37 ára gamall í dag.
Englendingurinn er orðaður við Wrexham fyrir næsta tímabil en Ferdinand vill mikið sjá hann taka slaginn í efstu deild í síðasta sinn næsta vetur.
,,Hann þarf að spila annað tímabil í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Ferdinand á YouTube rás sinni, Vibe with FIVE.
,,Ég vil sjá hann skora nokkur mörk í úrvalsdeildinni, það væri skemmtilegt.“