fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Ryan Reynolds og félagar vilja semja við markvörð Arsenal

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. maí 2024 22:00

Ryan Reynolds og Blake Lively. Reynolds er annar eigenda Wrexham. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wrexham stefnir að því að fá markvörðinn Arthur Okonkwo endanlega til sín í sumar.

Þetta staðfestir þjálfari liðsins við BBC en hinn 22 ára gamli Okonkwo er á láni hjá Wrexham frá Arsenal og var lykilmaður þegar liðið tryggði sér sæti í ensku C-deildinni á þessari leiktíð.

Samningur Okonkwo við Arsenal er að renna út en líklegt er að hann verði eftirsóttur í sumar eftir flotta leiktíð í D-deildinni.

Wrexham er á hraðri leið upp deildarstigann á Englandi í kjölfar þess að Hollywood-stjörnurnar Ryan Reynolds og Rob McElhenney eignuðust félagið. Wrexham komst upp úr utandeildinni í fyrra og fór aftur upp í ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heinze aðstoðar Arteta

Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða
433Sport
Í gær

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur