Darwin Nunez framherji Liverpool var reiður um helgina og eyddi gjörsamlega öllum myndum af sér í treyjum Liverpool sem hann var með á Instagram.
Nunez hefur verið ósáttur með spilatíma sinn undanfarið en Jurgen Klopp hefur sett hann mikið á bekkinn.
Framherjinn frá Úrúgvæ er 24 ára gamall en hann er á sínu öðru tímabili hjá Liverpool en hefur stundum átt í vandræðum.
Eftir sigur Liverpool á Tottenham um helgina virðist Nunez hafa skellt sér til Barcelona en því er nú velt fyrir sér hvort hann fari í sumar.
Nunez er frá Úrúgvæ en hann var þar í heimsókn hjá samlanda sínum Ronald Araujo.
„Minn bróðir,“ skrifar Araujo á Instagram en Nunez hefur átt í vandræðum með að klára færin sín hjá Liverpool.