Ferð á leik með Alberti Guðmundssyni ásamt pabba hans, Guðmundi Benediktssyni, seldist á 5,1 milljón á herrakvöldi Þórs um helgina.
Um er að ræða helgarferð fyrir tvo til þeirrar borgar sem lið Alberts leikur í á næstu leiktíð. Farið verður á leik og út að borða með Alberti og Guðmundi til að mynda.
Albert er á mála hjá Genoa og er að eiga stórkostlega leiktíð í Serie A. Það er því ekki ósennilegt að hann fari annað í sumar en hann hefur áður verið orðaður við Mílanó-stórveldin, Juventus og Fiorentina sem dæmi.
Það er því ekki ljóst hvert sá sem keypti ferðina er að fara.
Þetta var aðeins rætt í nýjasta þætti Dr. Football.
„Þeir sem hafa verið að vinna í kringum íþróttafélög vita að það er ekkert eðlilega erfitt að safna peningum. Þetta er geðveik hugmynd því yfirleitt eru þetta bara málverk og treyjur,“ sagði Jóhann Már Helgason þar.
Þetta fór á 5.1 milljón á Herrakvöldi Þórs. Þorpið er engu líkt ❤️ pic.twitter.com/SKjw2lGTwv
— Jason Orri Geirsson (@jasonorri) May 4, 2024