Real Madrid getur orðið sófameistari á Spáni í kvöld eftir sigur á Cadiz í dag en sigur liðsins var aldrei í hættu.
Sigur Real var aldrei í hættu en Jude Bellingham var á meðal markaskorara í 3-0 sigri.
Brahim Diaz og Joselu komust einnig á blað fyrir Real sem er með öruggt forskot á toppnum.
Liðið hefur aðeins tapað einum leik á tímabilinu í deild hingað til og er með 87 stig eftir 34 leiki.
Bellingham er með 18 mörk í deildinni og er tveimur mörkum á eftir Artem Dovbyk sem er með 20 mörk.
Real mun vinna titilinn ef Barcelona mistekst að vinna Girona en sá leikur er í gangi.