Thiago Silva hefur gefið það út að hann sé á förum frá Chelsea í sumar eftir um fjögur ár hjá félaginu.
Silva verður samningslaus í sumar og er mest orðaður við Fluminese í heimalandinu þar sem hann þekkir vel til.
Mark Lawrenson, fyrrum leikmaður Liverpool, er á því máli að Silva gæti styrkt vörn Manchester United fyrir næsta tímabil.
,,Ég get séð Thiago Silva semja við annað lið í úrvalsdeildinni í sumar en það eina er það hann þarf að spila í þriggja manna varnarlínu,“ sagði Lawrenson en Silva verður fertugur í september.
,,Það eru lið sem spila þannig vörn og hann hefur sýnt það að hann er hvergi nærri búinn á því.“
,,Ég held að mörg lið í úrvalsdeildinni séu að horfa til hans, jafnvel þó að það sé í eitt ár. Ég get séð hann enda á Old Trafford í sumar og þú veist að hann verður toppleikmaður þar svo lengi sem heilsan er til staðar.“