Marcus Rashford hefur verið boðaður á krísufund hjá Manchester United, félagið vill reyna að komast til botns í slakri spilamennsku hans.
Rashford hefur átt ömurlegt tímabil eftir að hafa reynst liðinu frábær í fyrra.
Ensk blöð segja í dag að Sir Jim Ratcliffe og teymi hans hjá Ineos vilji komast til botns í málinu.
ER ætlunin að reyna að hjálpa Rashford til að komast á þann stað þar sem hann getur blómstrað á ný.
Rashford er í raun andlit Manchester United liðsins í dag og vill Ratcliffe og hans fólk reyna að fá hann í gang.