Declan Rice var í viðtali við The Athletic á dögunum og var hann meðal annars spurður út í þá ákvörðun að velja að ganga til liðs við Arsenal síðasta sumar.
Arsenal keypti Rice á yfir 100 milljónir punda en Manchester City hafði einnig mikinn áhuga.
„Mér þótti þetta verkefni líta út fyrir að vera meira spennandi og þess vegna kom ég hingað,“ sagði Rice milli valsins á Arsenal og City.
Arsenal er í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar og Rice hefur fulla trú á liðinu.
„Ég trúi því að við séum að fara að gera eitthvað stórt hér,“ sagði hann.