Nýliðar Fylkis unnu sterkan sigur á Keflavík í lokaleik kvöldsins í Bestu deild kvenna.
Það var fjör í fyrri hálfleik þar sem þrjú mörk komu á stundarfjórðungs kafla. Eva Rut Ásþórsdóttir kom Fylki yfir en Caroline Mc Cue Van Slambrouck jafnaði fyrir Keflvíkinga. Guðrún Karítas Sigurðardóttir kom Fylki svo yfir á ný. Staðan í hálfleik 2-1.
Eva Rut kom Fylki svo í 3-1 eftir tæpan klukkutíma leik og staðan varð 4-1 þegar Susanna Joy Friedrichs gerði sjálfsmark nokkrum mínútum seinna.
Saorla Lorraine Miller klóraði í bakkann fyrir gestina í lokinn en lokatölur 4-2.
Fylkir er með fjögur stig í deildinni en Keflavík er án stiga.