Manchester United ætlar sér að halda í Mason Greenwood nema að tilboð nálægt 40 milljónum punda komi í hann í sumar. ESPN heldur þessu fram.
Greenwood hefur átt frábært tímabil með Getafe á Spáni í sumar en hann er á láni þar.
Eftir átján mánuði frá leiknum hefur Greenwood fundið taktinn sinn en hann var handtekinn í upphafi árs árið 2022, grunaður um ofbeldi og kynferðisbrot í nánu sambandi. Ári síðar var málið fellt niður.
United ætlaði sér að taka Greenwood aftur inn en félagið hætti við á síðustu stundu, óttaðist það viðbrögð almennings.
ESPN segir að United þurfi 30-40 milljóna punda tilboð í sumar til að selja Greenwood. Hann er með samning við United út næstu leiktíð, auk þess að félagið getur framlengt samning hans til 2026.