Liverpool er byrjað að skoða miðverði fyrir sumarið en það er sú staða sem félagið vill helst styrkja í sumar þegar Arne Slot tekur við.
Slot er að taka formlega við Liverpool en búist er við að Liverpool greini frá málinu í vikunni að allt sé klappað og klárt.
Jurgen Klopp hefur undanfarið endurnýjan sóknarlínu og miðsvæðið en nú virðist komið að varnarlínunni.
Fabrizio Romano segir að Liverpool sé nú að ræða mögulega kosti og svo muni félagið fara út á markaðinn og reyna að fjárfesta.
Arne Slot er þekktur fyrir sóknarsinnaðan fótbolta og því gæti Liverpool einblínt á vel spilandi hafsent.
🔴❗️ Liverpool have already started looking at centre backs for the summer transfer window as one of the priority positions to cover.
Internal talks are taking place about options and list to be discussed with Arne Slot in the next weeks. pic.twitter.com/OPhW1pPtb4
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 29, 2024