Richard Keys sérfræðingur um ensku úrvalsdeildina telur að Liverpool sé að gera sömu mistök og Manchester United með því að ráða Arne Slot.
Slot sem hefur gert vel með Feyenoord er að taka við Liverpool af Jurgen Klopp sem hefur ákveðið að hætta.
Keys telur að Liverpool sé að gera sömu mistök og United þegar félagið sótti Erik ten Hag frá Ajax. Þá var hann heitasti stjórinn í Hollandi líkt og Slot er núna.
„Ég tel að Liverpool sé að gera nákvæmlega sömu mistök og Manchester United, Arne ten Slot,“ sagði Keys um málið.
„Þetta er ekki eitthvað sem ég hef trú á, ég hef talað við marga stuðningsmenn Liverpool og enginn þeirra er neitt sérstaklega spenntur fyrir því að Slot taki við af Klopp.“
Búist er við að Liverpool gangi frá ráðningu á Slot í vikunni en búið er að klára samkomulag milli Liverpool og Feyenoord um kaupverðið en hann tekur aðstoðarmenn sína með sér frá Hollandi.