Thiago Silva felldi tár er hann kvaddi Chelsea formlega í myndbandi sem birtist í dag. Hann útilokar ekki að snúa aftur til félagsins í öðru hlutverki.
Silva rennur út á samningi í sumar eftir fjögur ár, þar sem upp úr stendur sigur í Meistaradeildinni 2021.
„Ég ætlaði bara að vera hér í eitt ár en þau urðu fjögur. Það var ekki bara fyrir mig heldur fjölskylduna líka. Synir mínir spila nú með Chelsea og það er mikill heiður að vera hluti af Chelsea-fjölskyldunni,“ segir hinn 39 ára gamli Silva.
„Ég gaf allt í þessu fjögur ár. En því miður tekur allt enda. Það þarf þó ekki að vera endanlegt, vonandi get ég snúið aftur í öðru hlutverki.“
Four years, countless memories.
A message from Thiago Silva… pic.twitter.com/f2YbB4GMXY
— Chelsea FC (@ChelseaFC) April 29, 2024