Ónefndur maður á von á lífstíðarbanni frá heimavelli Sheffield Wednesday eftir atvik sem átti sér stað í gær.
Þessi maður var ekki rétt stemmdur er hann ákvað að hlaupa inn á völlinn í 3-0 sigri Sheffield gegn West Bromwich Albion.
Sigurinn gerir mikið fyrir Sheffield sem þremur stigum frá fallsæti fyrir lokaumferð mótsins.
Maðurinn ákvað að notast við óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu en hann gerði sig líklegan til að ráðast á öryggisverði.
Hann tók upp einn af hornfánum vallarins og lét vel í sér heyra áður en hann var fjarlægður burt.
Ljóst er að þessi maður er ekki velkominn aftur á heimavöll Sheffield en myndir af þessu má sjá hér.